Þessi mynd er 640 * 426 pixlar og 34 KB stór. smelltu
hér til að sjá upprunalega skrá.
BLÁREFURINN
BLÁREFURINN:
Blárefurinn er alltaf að leita sér að vini. Enginn vill vera vinur hans. Vitiði
af hverju? Það er af því að hann heldur að hann geti eignast vini með því
að setja þá í búr eða veiða þá í háf. Hann veiddi til dæmis Lilla apa í háf.
En við verðum að kenna honum að það dugar ekki að hrekkja ef maður ætlar
að eignast vini. Þá verður maður fyrst og fremst að vera góður við þá. Kannski lærir
hann það með tímanum.