Tilkynningar

HALLÓ KRAKKAR!

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kveðja, Lilli
 Smile
 

 
 
Aðalval
Heim arrow Leikritin í vetur
Leikritin í vetur

Halló krakkar!Smile
B
rúðubíllinn er ekki á ferðinni á veturna en hægt er að panta leikritin um Núma á ferð og flugi, Selinn Snorra og Vináttu  til sýninga í leikskólum, kirkjum og fyrstu bekkjum grunnskólum.


Númi á ferð og flugi fjallar um strák sem er með sjö höfuð. Hann lendir í ýmsum hrakningum og gerir margt sem hann ekki má. Þar til einn góðan veðurdag að hann fer að nota höfuðið og þá kemur í ljós að við höfum bara eitt höfuð sem við þurfum að passa vel uppá. Leikritið er eftir SJÓN en leikgerðin er eftir Helgu og blandast ýmsir gestir úr Brúðubílnum í hópinn. 
 Leiksýningin er gerð í samvinnu við Slysavarnarfélgið Landsbjörgu og hefur verið sýnt síðastliðin sjö ár við góðan orðstír. 
Sýningin tekur 30 min.

Selurinn Snorri er fyrir börn á öllum aldri og hefur notið fádæma vinsælda. Sagan gerist langt norður í Íshafinu þar sem selurinn Snorri lendir í ýmsum ævintýrum á ísbreiðunni. Margar persónur koma við sögu s.s. rostungurinn Skeggi, fiskar og kópar, en einnig koma fram verstu óvinir Snorra eins og ísbjörninn og hvalurinn Glefsir sem eins gott er að vara sig á, þeim finnast selir góðir á bragðið.
Sýningin tekur 30 min.

Vinátta samanstendur af tveimur leikritum sem heita, Risinn eigingjarni og Prinsessan og froskurinn. Risinn eigingjarni (byggt á sögu Oscar Wild) rekur alla krakkana úr garðinum en honum leiðist óskaplega því hann á enga vini. En hvernig eignast maður vini?  Prinsessan og froskurinn fjallar um það að best er að vera maður sjálfur. Froskinn langar til að verða hann sjálfur aftur, bara froskur. Leikritið er byggt á gömlu ævintýri.
Sýningin tekur 30 min.

 
© 2020 Brúðubíllinn