Tilkynningar

HALLÓ KRAKKAR!

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kveðja, Lilli
 Smile
 

 
 
Aðalval
Heim arrow Saga Brúðubílsins
Saga Brúðubílsins

HELGA  STEFFENSEN


Helga hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í 34 ár.
Hún býr til brúðurnar og handritin og líka leikmyndina.
Brúðubíllinn starfar á sumrin í júní og júlí og eru tvær frumsýningar hvert sumar. Þannig að Helga hefur frumsýnt 56 leikrit frá árinu 1980 í Brúðubílnum. Leikrit eins og t.d. Í DÚSKALANDI, BIMM-BAMM, BRÚÐUR, TRÖLL OG TRÚÐAR, BEÐIÐ EFTIR MÖMMU, DUDDURNAR HANS LILLA og fl.

Helga hefur líka starfað í öðru brúðuleikhúsi sem heitir Leikbrúðuland síðan árið 1970. Á árunum 1987 – 1994 var hún umsjónarmaður STUNDARINNAR OKKAR í Sjónvarpinu.
Helga skrifaði bókina “Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri.

Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar.

 
BRÚÐUBÍLLINN


Ef  þið sjáið Brúðubílinn á ferð um bæinn þá vitiði að sumarið er komið. Hann mætir alltaf stundvíslega á götum Reykjavíkur í byrjun júní og er orðinn fastur liður í borgarlífinu. Brúðubíllinn sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og við gæsluvelli og skóla. Dagskráin er gefin út í maí. Brúðubíllinn starfar á vegum ÍTR og eru allir velkomnir. Sýningarnar eru ókeypis og miðaðar við yngstu kynslóðina.Sýningarnar eru til gleði, skemmtunar og fræðslu. Inntak sýninganna er: Göngum vel um náttúruna, verum góð við blóm, dýr  og börn og  sérstaklega við hvert annað.

Frá því Helga byrjaði í BB hafa verið 4 mismunandi bílar. Margir bílstjórar hafa keyrt Brúðubílinn en lengst hafa verið þeir Jason Ólafsson handboltamaður og Birgir Ísleifur Gunnarsson tónlistarmaður.

10 leikrit úr leikritasafni Brúðubílsins  hafa verið gefin út á myndbandi og DVD.

Þau eru:
“Beðið eftir mömmu”,“Bibbi-di-babbi-di-bú”, “Í Dúskalandi”, “Brúður, tröll og trúðar”,“Bimm-Bamm”, “Vinir”, “Hann á afmæli í dag” og  “Blárefur barnapía” "Afmælisveislan" "Týnda eggið".

Á sumrin ferðast Brúðubíllinn um landsbyggðina og er með sýningar víðs vegar um Ísland (upplýsingar um þær sýningar fást hjá Helgu Steffensen ( Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það )

 
© 2020 Brúðubíllinn