Tilkynningar

HALLÓ KRAKKAR!

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kveðja, Lilli
 Smile
 

 
 
Aðalval
Heim arrow Helstu persónur Brúðubílsins
Helstu persónur Brúðubílsins

Í myndaalbúminu eru líka myndir af öllum helstu persónum Brúðubílsins.

 

LILLI
Lilli er ein elsta brúðan í leikhúsinu.Helga bjó hann til fyrir mörgum árum. Lilli er lítill appelsínugulur api sem saug snuðið sitt í mörg ár. Hann veit eiginlega ekkert og kann lítið svo krakkarnir verða oft að hjálpa Lilla. Hann kann t.d. ekki að telja, þekkir ekki litina eða stafina, ekki einu sinni sinn eigin staf L-ið. Lilli er alltaf 5 ára. 

DÚSKUR
Hann er einn af bestu vinum Lilla. Dúskur er trúður sem oft er kynnir í Brúðubílnum. Hann heitir Dúskur af því hann er með svo marga dúska.Eigum við að telja dúskana á honum?  Dúskur er alltaf í góðu skapi og finnst gaman að leika við Lilla og krakkana og segja þeim sögur.

GÚSTI
Gústi er simpansi og hann er orðinn mjög gamall. Hann er einn af elstu brúðunum í leikhúsinu og var mikið notaður í gamla daga. Svo skrapp hann til Afríku og kom til baka í fyrra og er aftur kominn í leikhúsið. Gústi er bjargvætturinn í Brúðubílnum. Hann setti t.d. refinn, sem ætlaði að éta ungana, í poka og fór með hann langt uppí sveit.

ÚLFURINN ÚLLI
Hann er dálítið viðsjárverður, alltaf til í að hrekkja og stríða. Hann hefur verið lengi í Brúðubílnum og oft reynt að klófesta bæði grísina þrjá, kiðlingana 7 og ungana litlu en heppnin hefur ekki verið með honum. Samt langar hann til þessað vera góður en það er bara svo erfitt þegar maður er úlfur.  

BLÁREFURINN
Blárefurinn er alltaf að leita sér að vini. Enginn vill vera vinur hans. Vitiði af hverju? Það er af því að hann heldur að hann geti eignast vini með þvíað setja þá í búr eða veiða þá í háf. Hann veiddi til dæmis Lilla apa í háf.En við verðum að kenna honum að það dugar ekki að hrekkja ef maður ætlar að eignast vini. Þá verður maður fyrst og fremst að vera góður við þá. Kannski lærir hann það með tímanum.

AMMA
Amma er orðin  gömul. Hún er meira að segja eldri en Gústi api. Hún sér um að allt sé í röð og reglu í Brúðubílnum.Hún er alltaf að þvo og pússa. Oft er hún með þvottadaga og hengir upp allan þvottin svo maður sér varla inn í leikhúsið. Hún passar vel upp á Lilla og setur hann í bað þó hann vilji það alls ekki. Hún lætur líka letidýrið Garp þvo sér háttog lágt í balanum sínum. Amma kann líka að syngja og segja sögur. 

SVARTI SVALUR
Svarti Svalur er hundur, alveg kolsvartur með lafandi eyru. Hann talar alveg hræðilega vitlaust. Hann kann varla íslensku. Við erum alltaf að reyna að kenna honum. að tala rétt mál. Hann segir t.d. alltaf hæ og bæ og okey. Í staðinn fyrir að segja halló, bless og allt í lagi.

KALLI OG PALLI
Kalli og Palli eru bestu vinir. Stundum rífast þeir, en þeir eru alltaf fljótir að sættast aftur. Uppáhaldslagið þeirra er “Lok, lok og læs”. 

HÆNUR OG UNGAR
Brúðubíllinn er fullur af hænum og ungum. Hænur af öllum stærðum og gerðum.Ungarnir eru út um allt. Þeir eru alltaf að týna mömmu sinni og leita um allt.Við reynum að passa upp á að þeir detti ekki út úr bílum. Margar sögur hafaverið sagðar um hænur og unga eins og t.d. “Refurinn og ungarnir” og “Beðið eftir mömmu”.Ungarnir eru flestir gulir er sumir eru líka hvítir.

 
© 2020 Brúðubíllinn