Tilkynningar

HALLÓ KRAKKAR!

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kveðja, Lilli
 Smile
 

 
 
Aðalval
Heim arrow Leikrit júní mánaðar 2018
Leikrit júní mánaðar 2018

 

Júní-leikritið 2018

  


„ LÖGIN HANS LILLA“  heitir  júní-sýningin í Brúðubílnum. Lilli hefur nú tekið sig til og valið uppáhaldslögin sín úr safni Brúðubílsins. Þar kennir margra grasa eins og t.d. Krummavísur, Oja,oja ahaha, Syngjandi hér, syngjandi þar, Öxar við ána og fleiri  lög sem allir krakkarnir kunna og geta sungið með. Dúskur sýnir listir sínar í göldrum og hjálpar til við hreinsa og pússa og kenna okkur að þekkja litina. Kleinuhringurinn syngur lagið sitt og Geitamamma mætir með öll sín kiðakið. 

Eftir allan sönginn kemur varðhundurinn sem kunni ekki að gelta. Þar koma fram t.d. Haninn sem er sannkallaður mont-hani, Svarti-Svalur sprelli-karl, Tófan sem ætlar að fá sér smakk í hænsabúinu. Varðhundurinn litli á eftir að koma okkur á óvart. Margar stórar brúður sem leikararnir klæðast koma fram og líka litlar brúður og allavega brúður. Lilli kynnir, ásamt fleirum.

 

 Og hér fyrir neðan getiði séð textana af öllum lögunum     


Lagið hans Lilla

Í rólunni sit ég og syng lítið lag, 

Ég róla og róla og býð góðan dag.

Ég heiti Lilli og api ég er

Já velkomin verið á sýningu hér.

Róla, róla, róla, róla o.s.frv.

--------------------------------------------------------------------

Syngjandi hér, syngjandi þar

Syngjandi hér, syngjandi þar,

syngjandi geng ég allsstaðar

sí og æ, æ og sí,

aldrei fæ ég nóg af því.


Einu sinni ég átti kú.

Einu sinni hann átti kú.

Hún sagði’ ekki mö heldur ba,ba, bú.

Já, bísna skrýtin var kýrin sú.


Einu sinni átti ég geit.

Einu sinni áhann geit.

Ég fékkst aldrei til að fara á beit,

því feimin ég var og undirleit.


Ég átti kött sem var klókur og vís.

Hann átti kött sem var klókur og vís.

Hann aldrei nennti að eltast við mýs,

ég át bara kökur og rjómaís.

--------------------------------------------------------------------

 Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á,

 ::verður margt að meini::

Fyrr en dagur fagur rann,

freðið nefið dregur hann

 ::undan stórum steini.::

--------------------------------------------------------------------

Hani, Krummi, hundur, svín

Hani, krummi, hundur, svín

hestur, mús, titlingur.

Galar, krunkar, geltir, hrín

gneggjar, tístir, singur.

--------------------------------------------------------------------

Dýrin í Afríku - Oja oja ahaha

Hér koma nokkrar vísur,

sem þið viljið kannski heyra

um dýrin út í Afríku

um apana og fleira.

 

Viðlag:

:,:Hoja, hoja, ha, ha, ha.:,:

Um dýrin út í Afríku

um apana og fleira.

 

Hæst í trjánum hanga þar

hnetur og bananar.

Þar hefðarapar hafa bú.

Þeir heita bavíanar.

  

Og kóngurinn í skóginum

er ljónið sterka og stóra.

Hans kona er ljónadrottningin

hún étur á við fjóra.

 

Hjá gíröffunum var sút og sorg

það var svei mér af engu,

því átta litlir gíraffar

illt í hálsinn fengu.

  

En vatnahestur læknir kom

með nefklemmur í tösku.

Og hann gaf öllum hálstöflur

og hóstasaft í flösku.

 

Krókódíllinn stóri hann fékk

kveisu hér um daginn.

Hann hafði étið apakött

sem ekki þoldi maginn.

 

Svo var skinnið skorið upp.

Það skelfing var að heyra.

Kvæðið langtum lengra er,

en ég lærði ekki meira.

--------------------------------------------------------------------

Öxar við ána

Öxar við ána, árdags í ljóma,

upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.

Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, 

skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

Fram, fram aldrei að víkja

fram, fram bæði menn og fljóð.

Tengjumst tryggðarböndum,

tökum saman höndum,

stríðum, vinnum, vorri þjóð 


 
© 2019 Brúðubíllinn