Júní-leikritið 2019 Halló krakkar og gleðilegt sumar. Allir eru velkomnir á sýningar Brúðubílsins í sumar og sýningarnar eru ókeypis eins og alltaf. Þetta verður spennandi sumar. Í júní sýnum við eina af fyrstu sýningum Brúðubílsins sem hefur verið endurgerð og margt er nýtt en líka gamalt. Sýningin heitir Bimbi-rimbi-rimm-bamm. Lilli og amma, úlfurinn og Dúskur mæta hress að vanda og líka margar aðrar persónur sem þið munið kannski eftir. Það er afmælisveisla í bílnum því Garpur letidýr er 10 ára og þá er gott að allir kunni að syngja afmælissönginn. Auk þess syngjum við mörg önnur lög t.d. "Höfuð, herðar, hné og tær", "Fingrasönginn" með ballet-dansi og Lilla-syss syngur "Ein sit ég og sauma". Svo má ekki gleyma öllum sumar-lögunum sem ég veit að þið kunnið líka. Grísirnir þrír eru líka komnir á kreik og úlfurinn eltir þá eins og vanalega og nær þeim næstum því......en aldrei alveg ;)
|