Tilkynningar

HALLÓ KRAKKAR!

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kveðja, Lilli
 Smile
 

 
 
Aðalval
Heim arrow Leikrit júlí mánaðar 2018
Leikrit júlí mánaðar 2018
 
 

Júlí-leikritið 2018

  


Júlí-leikritið heitir Hókus-Pókus. Þar gerist margt skrítið og skemmtilegt . Systurnar Bíbí og Blaka syngja upphafslagið. Dúskur mætir og í þetta skipti ramm-göldróttur og hann segir okkur líka hver það var sem skírði landið okkar Ísland. Víkingar koma siglandi á skipum sínum og eru allir syngjandi glaðir. Og auðvitað eru hrafnarnir á ferðinni og syngja um sjálfa sig.

Pylsusalinn opnar pylsuvagninn sinn, en  salan gengur nú heldur treglega í þetta skipti.Kobbi grallari er á ferðinni og þá fer auðvitað allt í vitleysu og endalausa eltingaleiki.

 

Pylsusalinn er brúðuleikhúsfarsi, sú tegund af brúðuleikhúsi sem hefur verið- og er leikin um alla Evrópu allt frá miðöldum.  T.d. í Kaupmannahöfn á Bakkanum allt frá árinu 1750.  Hjá  okkur á Íslandi fékk þessi grallari nafnið Meistari Jakob og voru leikrit um hann sýnd í nokkur ár hjá Leikbrúðulandi í leikhúsi kjallarans að Fríkirkjuvegi 11. 

 
 
Dagskrá og dagsetningar Brúðubílsins í sumar má finna hér  

 
© 2019 Brúðubíllinn